Lífið

Milla og Einar mættu með leyni­gest á árs­há­tíð RÚV

Eiður Þór Árnason skrifar
Milla og Einar giftu sig í ágúst.
Milla og Einar giftu sig í ágúst.

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, og Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, eiga von á barni.

Hjónin greindu frá þessu í færslu á Instagram í gær þar sem Milla Ósk tilkynnti undir ljósmynd af spariklæddu parinu að þau væru nú þrjú á leið á árshátíð RÚV.

Þetta verður fyrsta barn Millu Óskar en Einar á tvær dætur. Heillaóskum hefur rignt yfir hjónin á Instagram en bæði hafa þau áunnið sér landsfrægð í sjónvarpi allra landsmanna.

Einar og Milla Ósk gengu í það heilaga í ágúst á seinasta ári með einungis dags fyrirvara í náveru nánustu fjölskyldu. Stóð til að halda stóra brúðkaupsveislu í Borgarfirðinum en ákveðið var að bíða með hana í ljósi samkomutakmarkanna.

Þau voru þá búin að aflýsa fyrirhuguðu brúðkaupi sínu tvisvar vegna heimsfaraldursins en upphaflega átti það að fara fram á Spáni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.