Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 21:52 GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í söfnunarþættinum. Vísir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. > Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Horfa má á söfnunarþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. >
Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. >
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Tónlist Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00