Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum

Edouard Mendy var frábær í marki Chelsea.
Edouard Mendy var frábær í marki Chelsea. Clive Rose/Getty Images

Chelsea vann í dag 1-0 sigur þegar liðið heimsótti nýliða Brentford. Með sigrinum tryggðu Chelsea sér toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fram að næstu helgi í það minnsta.

Það stefndi allt í að staðan yrði markalaus í hálfleik, en í uppbótartíma sá Ben Chilwell til þess að það voru gestirnir í Chelsea sem voru meo 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir voru svo hættulegri aðilinn framan af í seinni hálfleik, en þegar fór að nálgast lokaflautið færðu heimamenn sig framar á völlinn.

Leikmenn Brentford fengu nokkur álitleg færi til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Chelsea. Liðið getur að miklu leiti þakkað markverði sínum Edouard Mendy, sem oft á tíðum varði vel.

Chelsea heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fram yfir helgi, en liðið er nú með 19 stig eftir átta umferðir. Nýliðar Brentford sitja í sjöunda sæti með 12 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.