Enski boltinn

Ofurtölva spáir Chelsea enska meistaratitlinum | United missir af Meistaradeildarsæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea verður enskur meistari ef spá ofurtölvunnar gengur upp.
Chelsea verður enskur meistari ef spá ofurtölvunnar gengur upp. Ryan Pierse/Getty Images)

Eins og svo oft áður hefur ofurtölva fengið það verkefni að spá fyrir um úrslit ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Samkvæmt útreikningum tölvunnar verður Chelsea enskur meistari í vor, en Manchester United missir af Meistaradeildarsæti.

Nú þegar sjö umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni þykir einhverjum kannski of snemmt að fara að spá fyrir um hverjir muni standa uppi sem sigurvegarar þegar liðin hafa leikið 31 umferð í viðbót.

Þó eru alltaf einhverjir sem hafa gaman að því að velta þessum hlutum fyrir sér, og ef marka má spá ofurtölvunnar verður það Chelsea sem verður krýndur enskur meistari í vor.

Samkvæmt spá tölvunnar mun Chelsea enda með 99 stig, tíu stigum meira en Liverpool í öðru sæti.

Ríkjandi meistarar í Manchester City enda í þriðja sæti, og Brentford, sem er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild í 74 ár, tekur fjórða og seinasta Meistaradeildarsætið á kostnað Manchester United sem endar í því fimmta.

Erkifjendurnir í Tottenham og Arsenal verða í neðri hluta deildarinnar, í 12. og 13. sæti, en Tottenham endar ofar á markatölu.

Áhugaverðasta spáin er þó líklega sú að samkvæmt tölvunni mun Southampton ekki vinna einn einasta leik á tímabilinu. Ef marka má tölvuna endar liðið í næst neðsta sæti eftir að hafa gert 21 jafntefli.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu ofurtölvunnar í heild sinni.

Mynd/@FotballForAll



Fleiri fréttir

Sjá meira


×