Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2021 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Elif Shafak rithöfundur. Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en það var gert í fyrsta sinn á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2019 þegar Ian McEwan hlaut verðlaunin. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi standa að verðlaununum. Verðlaunin eru veitt á á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin er annað hvort ár. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Eliza Reid forsetafrú, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Ian McEwan fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Tvær skáldsögur Shafak hafa komið út á íslensku, Heiður í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur (2014) og 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld í þýðingu Nönnu Þórsdóttur (2021). Bókmenntir Halldór Laxness Íslandsvinir Bókmenntahátíð Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Fetar eigin slóð Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína. 24. september 2019 21:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en það var gert í fyrsta sinn á Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2019 þegar Ian McEwan hlaut verðlaunin. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi standa að verðlaununum. Verðlaunin eru veitt á á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin er annað hvort ár. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Eliza Reid forsetafrú, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Ian McEwan fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Tvær skáldsögur Shafak hafa komið út á íslensku, Heiður í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur (2014) og 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld í þýðingu Nönnu Þórsdóttur (2021).
Bókmenntir Halldór Laxness Íslandsvinir Bókmenntahátíð Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Fetar eigin slóð Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína. 24. september 2019 21:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06
Fetar eigin slóð Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína. 24. september 2019 21:00