Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 13:29 Guðni Már Henningsson fluttist til spænsku eyjarinnar Tenerife árið 2018 eftir að hann hætti á RÚV. Anton Brink Guðni Már Henningsson útvarpsmaður er látinn, 69 ára að aldri. Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2 og samstarfsmaður Guðna Más til margra ára, greindi frá láti hans í Popplandi á Rás 2 í hádeginu. Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu. Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ólafur Páll rifjaði upp Guðni Már hafi verið fyrsti samstarfsmaður Ólafs Páls í Popplandi á Rás 2, en Guðni Már hóf fyrst störf á Rás 2 árið 1994. „Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar.“ Ólafur Páll sagði fáa útvarpsmenn hafa öðlast vinsældir eins og Guðni. „Hann var Reykvíkingur, hann var Víkingur, hélt mikið með Víkingi. Hann var búinn að búa á Spáni, á Tenerife, í nokkur ár eftir að hann hætti að vinna hjá okkur hérna á Rás 2. Hann var ótrúlega skemmtilegur, hann var óskaplegur músíkmaður. Það eru fáir sem ég þekki sem hlustuðu eins mikið á músík og hann eftir að hafa verið hérna í vinnunni í útvarpinu allan daginn þá fór hann heim og setti plötu á fóninn,“ sagði Ólafur Páll. Ólafur Páll segir Guðna Pál hafa haft sinn einstaka smekk á tónlist. Hann hafði áhrif á mig og minn smekk. Til marks um það hvernig hann var og bjargaði sér þegar hann hætti að vinna hér hjá okkur þá fór hann að mála myndir, selja þær og hafði ágætt upp úr því. […] Honum var margt til lista lagt. Hann skrifaði ljóð, í félagi við aðra bjó hann til músík. Hann skrifaði og gaf út bækur.“ „Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Ólafur Páll í Popplandi í hádeginu.
Andlát Fjölmiðlar Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning