Innlent

Leið­togar ríkis­stjórnarinnar funda með seðla­banka­stjóra

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu í Reykjavík klukkan tíu í morgun. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var boðaður á fundinn til að ræða ríkisfjármál. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa frá því kosningum lauk fundað um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja. 

Fyrir kosningar hafði ríkisstjórnin 33 þingmenn en að afstöðnum kosningum státa flokkarnir þrír af 37 þingmönnum. 

Formennirnir þrír hafa gefið út að vilji er fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi en að ná þurfi saman um stjórnarsáttmála. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×