Sport

Sara kvaddi Simba sinn og verður í Dúbaí þangað til í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir og Simbi á góðri stundu.
Sara Sigmundsdóttir og Simbi á góðri stundu. Instagram/@sarasigmunds

CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir ætlar ekki að eyða næstu mánuðum hér heima á klakanum heldur er hún flogin suður á bóginn þar sem næstu mánuður fara að koma sér í keppnisform fyrir fyrsta mótið sitt eftir krossbandsslit.

Sara er við það að fá grænt ljóst til að fara að æfa af fullum krafti og hún hefur staðfest þátttöku á Dubai CrossFit Championship boðsmótinu þar sem hún var í hópi tuttugu bestu CrossFit kvenna sem fékk boð um að keppa Dúbaí.

Þetta verður fyrsta mót Söru síðan hún sleit krossband í mars og fór í aðgerð í apríl.

Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni um helgina að hún ætlaði að fara strax til Dúbaí tveimur og hálfum mánuði fyrir mótið sem fer fram 16. til 18. desember.

„Á morgun flýg ég til London og svo áfram til Dúbaí þar sem ég mun halda mig að mestu leyti fram að jólum,“ skrifaði Sara sem fór út í gær sunnudag.

„Ég er að nýta síðustu stundirnar sem ég hef með Simba en hann verður hjá mömmum og pabba á meðan ég er í burtu,“ skrifaði Sara og er þar að tala um hvolpinn sem hún fékk á dögunum.

Þetta er annar hundurinn hennar en Sara missti Mola sinn í sumar þegar hann varð fyrir bíl.


Tengdar fréttir

Þrjár vikur í græna ljósið hjá Söru

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er farin að telja niður í þá stund sem hún má fara að taka almennilega á því í lyftingarsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×