Innlent

Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn

Árni Sæberg skrifar
Skriðusvæðið var myndað úr þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.
Skriðusvæðið var myndað úr þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag. Landhelgisgæsla Íslands

Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 

Klukkan átta í kvöld var ákveðið að rýma sex bæi sem standa sunnan þeirra bæja sem þegar hafa verið rýmdir í Kinn.

Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að búið sé að hafa samband við íbúa bæjanna og hafi þeir þegar yfirgefið rýmingarstaðina.

Þá hafi Vegagerðin tekið ákvörðun um að loka veginum um Kinn frá Gvendarstöðum að sunnan og vestan við afleggjarann að Vaði. 

Stöðufundur vegna frekari skriðuhættu verði haldinn um hádegisbil á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×