Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2021 12:08 Aron Einar Gunnarsson og annar maður, fyrrverandi landsliðsmaður, eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Vísir/Bára Dröfn Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent