Innlent

Leggja til mikla loðnuveiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lítil loðnuveiði hefur verið við Ísland undanfarin ár.
Lítil loðnuveiði hefur verið við Ísland undanfarin ár. Vísir/Sigurjón

Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin.

Samkvæmt bergmálsmælingu Hafró var hrygningarstofn loðnu metinn 1.833.000 tonn. Vísitala ókynþroska loðnu er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga, samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Undanfarin ár hefur loðnuveiði verið mjög lítil. Til að mynda var fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár landað í Vestmannaeyjum í febrúar. Engin sumar- og haustveiði fór fram í fyrra.

Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verður endurmetin eftir mælingar á stærð veiðistofnsins í byrjun næsta árs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.