Innlent

Yfir­kjör­stjórn Norð­vestur­kjör­dæmis fær frest til að skila

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Vísir/Tryggvi

Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis.

Skýrslur úr öðrum kjördæmum hafa borist en óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. 

Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að skýrslu úr Suðurkjördæmi sé að vænta eftir að endurtalning fór þar fram í gærkvöldi. 

Þá veitti Landskjörstjórn yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis frest til að skila vegna persónulegra ástæðna yfirmanns kjörstjórnar, Inga Tryggvasonar. 

Fundur hefur því ekki verið boðaður í Landskjörstjórn til að fara yfir málin.

Endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði sömu niðurstöðum og upphafleg talning.


Tengdar fréttir

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Viður­kennir að hafa ekki inn­siglað kjör­seðla og ber fyrir sig hefð

Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.