Innlent

Guðmundur Franklín kominn með nóg

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram í forsetakosningum í fyrra og Alþingiskosningum nú. Komið er að leiðarlokum hjá honum hvað varðar stjórnmálin að sinni.
Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram í forsetakosningum í fyrra og Alþingiskosningum nú. Komið er að leiðarlokum hjá honum hvað varðar stjórnmálin að sinni. Vísir/Vilhelm

Kjósendur mega ekki búast við því að Guðmundur Franklín Jónsson verði á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum næsta árs. Hann segist ætla að taka sér hlé eftir að flokkurinn náði ekki hálfu prósentustigi atkvæða í Alþingiskosningunum í gær.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk aðeins 844 atkvæði eða 0,4% á landsvísu. Í myndbandi sem Guðmundur Franklín birti á Facebook-síðu sinni sagði hann að flokkurinn yrði eflaust í framboði í sveitarstjórnarskosningunum á næsta ári en hann yrði sjálfur fjarri góðu gamni.

„Ég er búinn að fá nóg,“ sagði hann. „Það virðist ekki vera mikil eftirspurn eftir mér.“

Lýsti hann þeim 0,4% sem kusu Frjálslynda lýðræðisflokkinn sem sigurvegurum kosninganna vegna þess að þau hafi þorað að kjósa með hjartanu.

Spáir hann því að núverandi ríkisstjórn geti setið áfram í tvö til þrjú kjörtímabil.


Tengdar fréttir

„Held að fólk þrái breytingar“

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, varði deginum á fjalli. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar fyrr í vikunni og fór því í staðinn í góðan göngutúr með Benedikt Jóhannessyni, mági hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.