Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:43 Inga Sæland í öruggum höndum á leiðinni í kosningasjónvarp Stöðvar 2 í gær. Vísir/vilhelm Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15