„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 22:29 Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður segist bjartsýn fyrir kvöldinu. Vísir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira