Innlent

Kosningavaktin 2021: Landsmenn rýna í niðurstöður kosninganna

Ritstjórn skrifar
Níu flokkar gætu náð fólki á þing og reikna má með því að örfá atkvæði geti skipt máli.
Níu flokkar gætu náð fólki á þing og reikna má með því að örfá atkvæði geti skipt máli. Vísir

Ríkisstjórnin hélt velli og bætti við sig þingmönnum þökk sé stórsigri Framsóknarflokksins í Alþingiskosningunum í gær. Vísir fylgist grannt með viðbrögðum við kosningaúrslitunum í dag.

Saman fengu ríkisstjórnarflokkarnir þrír 37 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum sextán mönnu, Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu og þremur frá síðustu kosningum en Framsóknarflokkurinn vann stórsigur og bætti við sig fimm mönnum. Flokkurinn er nú næst stærstur á Alþingi með þrettán þingmenn.

Flokkur fólksins, sem var í hættu á að þurrkast út af þingi, náði sex þingmönnum en Miðflokkurinn tapaði stórt. Lítil breyting varð á þingstyrk hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Einn þingmaður færðist frá Samfylkingu til Viðreisnar.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast grannt með gangi mála alla kosningahelgina, meðal annars í vaktinni hér að neðan. Þar munu allar lykilupplýsingar ásamt fjölmörgum fróðleiksmolum birtast allt fram á sunnudagskvöld.

Að neðan má sjá útsendingu Stöðvar 2 Vísis.

Landsmenn eru hvattir til að senda fróðleiksmola, myndir eða myndskeið sem eiga erindi í vaktina á netfangið ritstjorn@visir.is.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.