Innlent

Ætlar að henda símanum að loknum kosningum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Frambjóðendur hafa staðið í ströngu að undanförnu, og hefur öll þeira vinna miðað að stóra deginum á morgun. Sjálfum kjördegi.
Frambjóðendur hafa staðið í ströngu að undanförnu, og hefur öll þeira vinna miðað að stóra deginum á morgun. Sjálfum kjördegi.

Frambjóðendur flokkanna voru margir orðnir þreyttir þegar fréttastofa náði tali af þeim nú einum degi fyrir kjördag. Einn þeirra sagðist ætla að henda símanum eftir kosningar og annar ætlar að njóta sín í spa á sunnudaginn.

Kjörstöðunum verður lokað klukkan 22 annað kvöld og má reikna með að í framhaldinu fyrstu tölur berist í hverju kjördæminu á fætur öðru.

Talning gæti tekið langan tíma þar sem tugir þúsunda hafa greitt atkvæði utan kjörfundar. Það hlutfall hefur aldrei verið hærra en utan kjörfundar atkvæði eru talin síðast.

En hvernig líður frambjóðendum þegar styttist í stóru stundina? Svarið má finna í innslaginu að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×