Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 17:07 Fylgiskannanir streyma frá íslenskum könnunarfyrirtækjum þessa dagana. Gallup Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu. Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu.
Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira