Hún birtir í kvöld myndir úr ferðinni á Facebook og Instagram, en fyrirsæturnar sem eru með henni eru þær Sherry Shi, Akon Changkou og Anok Yai. Þær hafa komið víða við á ferð sinni og má meðal annars sjá þær í Jökulsárlóni.
Shi og Changkou deila einnig myndum úr ferðinni á Instagram-síðum sínum, en af þeirra færslum má ráða að yfirskriftin í ljósmyndaseríunni sé Adventures in Wonderland.
Liebovitz er goðsögn í lifanda lífi í ljósmyndaheiminum og hefur verið í fremstu röð í hálfa öld. Eftir hana liggja sumar af eftirminnilegustu ljósmyndum seinni tíma.