Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um afléttingu ferðabannsins til Bandaríkjanna. Við ræðum við utanríkisráðherra og forstjóra Icelandair um málið.

Þá verður rætt við íslensk hjón sem búsett eru á La Palma á Kanaríeyjum sem lýsa gríðarlegri eyðileggingu vegna eldgoss sem þar hófst í gær. Þá verðum við á faraldsfæti; fjöllum um fyrirhugaðar framkvæmdir á Dynjandisheiði, stórhættuleg gatnamót á Eyrarbakka og tímamóta fasteignaverkefni í Bolungarvík.

Í sportpakkanum verður rætt við einn reynslumesta dómara landsins sem íhugar að leggja flautuna á hilluna eftir harkaleg átök leikmanna KR og Víkings í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×