Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:22 Þorgerður Katrín og Daði Már kynntu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. Aðsend Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira