Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 14:19 Skarfabakki í Sundahöfn hefur fram að þessu verið þekktari fyrir móttöku skemmtiferðaskipa en viðtöku Covid-sýktra kjósenda. Vísir/vilhelm Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira