Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Björgunarsveitarmenn þurftu að forða sér þegar hraunstraumur tók óvænt að renna hratt niður í Nátthaga. Svæðið var rýmt og Landhelgisgæslan þurfti að koma göngufólki til bjargar.

Við verðum í beinni frá Geldingardölum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fjöllum nánar um málið.

Anton Kristinn Þórarinsson segir það ekki hafa átt við rök að styðjast að Armando Beqira hafi viljað sekta sig um tugmilljónir. Þetta kom fram við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins sem var fram haldið við héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Umhverfismálinu séu komin til að vera sem eitt stærsta kosningamálið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í skólastjóra sem kvartar undan vafasamri áskorun sem gengur á milli unglinga og felur í sér þjófnað á skólamunum auk þess sem við kíkjum á Lýðskólann á Flateyri – sem nýtur gífurlegra vinsælda.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×