Lífið

Kate Hudson á leið upp að altarinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
How To Loose a Guy in 10 Days leikkonan Kate Hudson ljómaði í bleikri hönnun frá Michael Kors á Met Gala á sunnudag.
How To Loose a Guy in 10 Days leikkonan Kate Hudson ljómaði í bleikri hönnun frá Michael Kors á Met Gala á sunnudag. Getty/Sean Zanni-Patrick McMullan

Leikkonan Kate Hudson tilkynnti á Instagram í gær að hún er trúlofuð kærasta sínum Danny Fujikawa. 

Parið á saman tveggja ára dóttur, Rani Rose Hudson Fujikawa. Hudson á líka tvo syni frá fyrri samböndum. Árið 2004 eignaðist hún sonin Ryder Russell Robinson með tónlistarmanninum Chris Robinson og árið 2011 eignaðist hún Bingham Hawn Bellamy með Muse söngvaranum og tónlistarmanninum Matt Bellamy.

Hamingjuóskum rigndi yfir parið á Instagram, meðal annars frá Courtney Cox, Zoey Deutch, Gweneth Paltrow, Naomi Campell og fleiri stjörnum.  Hudson og Fujikawa kynntust fyrst þegar leikkonan var aðeins 23 ára og hafa því þekkst í langan tíma. Fujikawa er stjúpbróðir Erin og Söru Foster sem eru bestu vinkonur Hudson. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.