Innlent

Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Hanna Katrín tókust á í Pallborðinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Hanna Katrín Friðriksson, Inga Sæland og Guðmundur Ingi Guðbrandsson mættu í beina útsendingu í Pallborðinu í dag.
Hanna Katrín Friðriksson, Inga Sæland og Guðmundur Ingi Guðbrandsson mættu í beina útsendingu í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Fulltúar Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins mættu í beina útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag. Þetta er fjórða og síðasta pallborðsumræðan með fulltrúum flokka sem bjóða fram til Alþingis í næstu viku.

Í dag mættu þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Hanna Katrín Friðriksson oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í sama kjördæmi í Pallborðið á Vísi.

Áherslur þessarra þriggja flokka eru um margt ólíkar en þeir eru þó sammála um að bæta verði kjör þeirra verst stöddu í samfélaginu. Þegar kemur til dæmis að efnahags- og utanríkismálum skilur hins vegar á milli flokkanna.

Inga Sæland berst fyrir lífi hreyfingar sinnar og kæmist sjálf ekki á þing samkvæmt nýjustu Maskínukönnuninni fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Vinstri græn tapa miklu fylgi og fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum.

Viðreisn bætir stöðu sína frá síðustu kosningum og fengi þingmenn í fimm kjördæmum í stað tveggja í síðustu kosningu. Flokkurinn næði þó ekki þingmanni í Norðvesturkjördæmi.

Klippa: Pallborðið - Viðreisn, Flokkur fólksins og Vinstri græn

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.