Lífið

Ótrúlega smart raðhús í Kópavogi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ein vinsælasta eignin á fasteignavef Vísis í dag.
Ein vinsælasta eignin á fasteignavef Vísis í dag. Fasteignaljósmyndun.is

Á fasteignavef Vísis er til sölu litrík og falleg eign í Kópavogi. Græni liturinn er sjáanlegur í gegnum allt húsið, hvort sem það er á ljósum, veggjum, málverkum eða öðru.

Bræðratunga 6 er fjögurra herbergja steinsteypt raðhús á tveimur hæðum auk bílskúrs. Húsið er staðsett í suðurhlíðum Kópavogs og eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 161,4 fermetrar.

Raðhúsið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu tveimur árum samkvæmt fasteignavef Vísis, og hefur skipulagi þess verið breytt töluvert frá upphaflegri teikningu. Ásett verð er 94,9 milljónir. Framan við hús er garður til suðurs, en bakgarður er með nýlegum heitum potti.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af eigninni. 

Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.