Lífið

Stað­festir að von sé á öðru barni

Atli Ísleifsson skrifar
Travis Scott, Stormi og Kylie Jenner á frumsýningu árið 2019.
Travis Scott, Stormi og Kylie Jenner á frumsýningu árið 2019. Getty

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur loks staðfest að hún sé ólétt af sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott.

Hin 24 ára Jenner greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í nótt þar sem hún sýnir meðal annars jákvætt þungunarpróf og Scott þar sem hann tekur utan um maga hennar.

Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því í síðasta mánuði að Jenner væri ólétt þó að hún hafi sjálf ekkert viljað segja um það. Fyrr en nú.

Þau Jenner og Scott eiga fyrir hina þriggja ára Stormi sem einnig birtist í myndbandi Jenner á Instagram.

Þegar Jenner gekk með Stormi staðfesti hún ekki óléttuna fyrr en hún var komin í heiminn.

Jenner hefur verið opin með þá löngun sína að eignast mörg börn. Árið 2020 sagðist hún í janúar geta hugsað sér að eignast fjögur börn. Sú tala hafði hækkað í sjö í apríl sama ár.

Viðskiptamógúll

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jenner skapað sér nafn sem viðskiptamógull, en hún kom sér á kortið með snyrtivörumerki sínu Kylie Cosmetics sem hún stofnaði aðeins sautján ára gömul. 

Árið 2019 kynnti hún svo vörumerkið Kylie Skin og á síðasta ári vörumerkið Kylie Swim. Þá hefur hún einnig fengið leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Baby.

Kylie Jenner er með 265 milljónir fylgjenda á Instagram.


Tengdar fréttir

Kylie Jenner á von á barni

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er ólétt. Þau Travis Scott eiga von á sínu öðru barni samkvæmt heimildum People.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.