Innlent

Handtóku mann sem veittist að fólki og skemmdi bíla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um mann sem veittist að fólki og vann skemmdir á bifreiðum í Kópavogi/Breiðholti. Lögregla fann manninn og handtók en sá var í annarlegu ástandi.

Í Hafnarfirði/Garðabæ voru afskipti höfð af konu vegna gruns um þjófnað úr verslun en hún reyndist hafa fíkniefni á sér. Þá voru tveir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Skráningarmerki voru tekin af tólf ökutækjum í gærkvöldi og nótt vegna vanrækslu á skoðun og/eða tryggingum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×