Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 17:56 Á dögunum var veður svo gott á Akureyri að menntskælingar þurftu að færa námið út. Vísir Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021 Veður Akureyri Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira
Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021
Veður Akureyri Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Sjá meira