Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2021 18:43 Jóhanna Helga Jensdóttir ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. vísir/Vilhelm Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira