Innlent

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þá verður rætt við Höllu Gunnarsdóttur sem segir valdaójafnvægi innan KSÍ frekar hafa aukist en minnkað frá því hún bauð sig fram til formanns hjá sambandinu árið 2007.

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana. Rætt verður við framkvæmdastjóra hátíðarinnar í fréttatímanum.

Svo verður sagt frá því að aðdáendur ABBA bíði með öndina í hálsinum eftir að sveitin komi saman síðdegis þegar búist er við að kynnt verði ný lög og sýndartónleikaferð.

Þetta og meira til í hádegisfréttum á Bylgjunni kl. 12.

Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×