Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að ráða inn fleira starfsfólk á gjörgæsludeild. Forstöðumaður gjörgæslunnar fagnar því að stjórnvöld hafi hlustað á ákall spítalans og segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir deildina.

Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgunnar.

Grímuskylda hefur verið afnumin í verslunum Bónuss og Krónunnar. Rætt verður við framkvæmdastjóra fyrirtækjanna í hádegisfréttum sem segja viðskiptavini fullfæra um að meta þörfina á grímu.

Engar kærur um brot á siðareglum KSÍ hafa borist siðanefnd sambandsins síðan upp komst að formaður og framkvæmdastjóri félagsins hefðu vitað af ofbeldis- og kynferðisbrotum tengdum landsliðsmönnum. Nefndin segist ekki geta farið í frumkvæðisathugun á slíkum málum. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum.

Þá verður rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir málaferli gegn bönkunum, vegna breytilegra vaxta, að verða stærri en búist var við. Ellefu hundruð manns boðað þátttöku og með þeim fylgja á fimmta þúsund lána.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×