Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu segir skandalinn sem skekur knattspyrnuhreyfinguna hafa tekið mikið á saklausa leikmenn og starfsmenn hópsins fyrir komandi leiki. Kona sem safnar frásögnum af hópnum segist ekki hafa heyrt af brotum neins úr þeim hópi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þeim vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn.

Foreldrar eru í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni.

Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur þáttaskil í samgöngumálum Austurlands verðum í beinni útsendingu frá Akureyri þar sem óvenju margir ferðamenn hafa verið á kreiki. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×