Lífið

„Veðurhundurinn“ Stormur slær í gegn

Samúel Karl Ólason skrifar
Stormur og veðurfræðingurinn Anthony Farnell segja íbúum Toronto frá veðurspám.
Stormur og veðurfræðingurinn Anthony Farnell segja íbúum Toronto frá veðurspám.

Hundur sem ber nafn með rentu truflaði nýverið eiganda sinn við að flytja veðurfréttir, við mikla ánægju áhorfenda og netverja. Myndband af Stormi í setti hjá veðurfræðingi Global News í Toronto hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.

Stormur var svangur og óð inn á sett eiganda síns Anthony Farnell.

Myndband af Stormi og Anthony Farnell frá því á föstudaginn má sjá hér að neðan. Við myndbandið stendur að áhorfendur Global News í Toronto hafi lengi treyst á veðurfréttir Farnell og sömuleiðis á Storm.

„Báðir eru fagmenn í húð og hár, Anthony kláraði veðurfréttirnar án nokkurra vandræða á meðan Stomur borðaði (og stillti sér upp fyrir myndavélarnar),“ var skrifað við myndbandið.

Annað myndband af Stormi í setti, sem birt var á Tik Tok um helgina hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda.

Veðurhundurinn Stormur, sem er tíu ára gamall, er vinsæll á samfélagsmiðlum og mætir víst reglulega í útsendingar veðurfrétta Global News í Toronto.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×