Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Úr safni. Krakkar í Réttarholtsskóla í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40