Innlent

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón Ingi Sigurmundsson 87 ára listmálari á Selfossi.
Jón Ingi Sigurmundsson 87 ára listmálari á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Jón Ingi, sem er 87 ára gamall er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Sóltúninu þar sem hann málar myndirnar sínar, eitthvað alla daga vikunnar. Hann hefur alltaf verið mjög afkastamikill listmálari enda var hann að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu á starfserlinu í nýju Listgallerí í nýja miðbænum á Selfoss, sem heitir Gallerí Listasel og hann er líka með myndir til sýnis í Gallerí list í Reykjavík.

Jón Ingi er nú með nokkrar myndir til sýnis og sölu í nýju Listgalleríi á Selfossi, sem heitir Gallery Listasel og er í nýja miðbænum. Hann er einnig með myndir í Gallerí List í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, ég er búin að vera lengi að mála, eiginlega alla æfi má segja. Ég hef aðallega verið að mála landslag en svo hef ég gaman af því að breyta til, afstrakt og dýr og jafnvel fólk,“ segir Jón Ingi.

Hann hefur málað mikið af myndum frá Eyrarbakka enda fæddur þar.

„Já, já, þar hef ég málað margar myndir og reyndar hér í kring eins og á Selfossi og Þingvöllum, ég hef alltaf verið mjög hrifin af Þingvöllum.“

Jón Ingi segir að þú séu til myndir frá honum út um allt land enda hefur honum gengið vel að selja myndirnar sínar.

En Jón Ingi er ekkert unglamb en er samt að mála á fullu.

þú ert ekkert unglamb lengur en ert enn þá að mála.

„Já, ég held áfram á meðan í get, það stendur ekkert til að hætta því, ekkert endilega en maður veit aldrei. Nei, ég er ekki orðinn skjálfhentur, ekki neitt,“ segir Jón Ingi.

Mynd frá Jón Inga frá Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlist hefur alltaf verið stór partur í lífi Jóns Inga en hann stjórnaði meðal annars stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi og kór Fjölbrautaskóla Suðurlands til fjölda ára. Hann spilar á píanó og finnst það alltaf jafn gaman.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.