Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 11:09 Dómsmálaráðherra sækir Hæstarétt heim. Hæstiréttur Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira