Þau tilkynntu formlega um sambandið á samfélagsmiðlum og hefur hamingjuóskum rignt yfir þau. Bæði eiga þau börn úr fyrri samböndum.
Dóra á son með Jörundi Ragnarssyni leikara. Þau kynntust fyrst í leiklistarnáminu en skildu fyrir sjö árum síðan og hafa áfram verið góðir vinir. Dóra opnaði sig á síðasta ári um baráttu við alkóhólisma en hún fagnaði árs edrúafmæli í febrúar á þessu ári.
„Ég þurfti mikla hjálp, sem ég blessunarlega fékk, og ég er óendanlega þakklát öllu fólkinu sem hefur hjálpað mér og staðið við bakið á mér í þessu bataferli,“ sagði Dóra við það tilefni.
Egill er liðtækur tenniskappi og verður fróðlegt að sjá hvort hann reyni að kenna spúsu sinni handtökin í þeirri göfugu íþrótt.