Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir á Stöð 2 í kvöld.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að þrír starfsmenn heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintra mistaka og vanrækslu. Málið varðar andlát hinnar 73 ára gömlu Dönu Kristínar Jóhannsdóttur sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu.

Við ræðum einnig við sóttvarnalækni sem skoðar nú hvort rýmka megi sóttvarnareglur. Hann horfir þar til notkunar sjálfssprófa en skólahald hófst í dag þar sem allt kapp er lagt á að lágmarka fjölda í sóttkví. Við fáum einnig að heyra af því hvernig bólusetning barna í Laugardalshöll gekk í dag og kynnum okkur sjálfsprófin sem heilbrigðisráðherra hefur heimilað.

Þá segjum við frá rannsókn lögreglu á árás hóps unglinga á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuðinn. Myndbönd hafa gengið um samfélagsmiðla af árásinni en unglingarnir létu höggin dynja á andliti íbúans.

Þetta og margt fleira í fréttum okkar í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×