Enrique Iglesias söng í brúðkaupi Róberts og Kseniu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 11:20 Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í það heilaga um helgina. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi brúðhjónanna. Myndin er úr þeirra einkasafni. Vinstra megin má sjá Bjarna Guðjónsson, nýráðinn framkvæmdastjóra KR, sem var meðal gesta í veislunni. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi á laugardag. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group
Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56