Líst ekki vel á sjálfsprófin Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir segir stöðuna á Landspítalanum vera alvarlega fyrir margra hluta sakir. Ekki megi tala þessa veiru niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. „Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
„Sem þýðir að við gætum fengið töluvert að fölskum neikvæðum niðurstöðum. Ef þið ætlið að fara í partý í kvöld, kaupið ykkur svona próf og takið sýni úr sjálfum ykkur og það er neikvætt, þá er kannski samt 30 prósent líkur ef þið eruð með Covid, að prófið sé neikvætt. Þetta er bara því miður ekki nógu öruggt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir ýmislegt spili inn í, hvernig fólk taki prófin og aðrir þættir. „Við erum svo með gott aðgengi að öruggari prófum. Fyrst eru það PCR-prófin sem eru langbestu prófin. Svo eru það hraðgreiningarprófin sem eru tekin á staðlaðan máta og búið er að fara í gegnum gæðin á þeim. Einungis próf sem uppfylla ákveðna staðla í óháðum rannsóknum fá hér markaðsleyfi. Það er bara ekki þannig með sjálfsprófin. Það geta verið alls konar próf í gangi sem maður hefur enga tryggingu fyrir að sé örugg. Þau eru bara misjöfn að gæðum,“ segir Þórólfur. Hlusta má í viðtalið við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í heild sinni að neðan. Ekki hægt að tala þessa veiru niður Varðandi þróun faraldursins um helgina segir Þórólfur hana vera hægt niður á við. Um helgina hafi verið tekin dágóður fjöldi sýna. „Við erum ekki alveg búin að gera upp daginn í gær. Þetta er hægt þokast niður. Það er bara mjög fínt.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum svo vera mjög svipaða og verið hefur. „Það er mjög gott og mér heyrist að það gangi vel með þessar aðgerðir sem gripið var til gagnvart Landspítalanum, að reyna að létta á þeim og hjálpa til þannig að þolið þeirra gæti aukist. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“ Hann bendir þó á að áður höfum við séð hópsýkingar koma upp og svo megi ekki gleyma innlögnunum á Landspítalann. „Menn tala þetta svolítið niður, að þetta sé ekki neitt, neitt. Það er búið að leggja inn 86 manns frá 1. júlí og fjórtán á gjörgæslu. Öll höfum við heyrt málflutning Landspítalans og auðvitað geta menn haft skoðun á því hvort að Landspítalinn eigi að geta tekið við fleirum og svo framvegis, en staðan er þannig að það er mjög þungt og erfitt á Landspítalann fyrir margra hluta sakir. Þannig að það er ekki hægt að tala þessa veiru niður þó að hún sé vægari nú almennt vegna bólusetninga.“ Siglum milli skers og báru Aðspurður um grunn-, framhalds- og háskólana segist Þórólfur ekki vera sérstaklega kvíðinn vegna þess að þeir séu að hefjast á ný eftir sumarleyfi. „Við höfum verið að ganga í gegnum þetta og verðum bara að taka því sem að höndum ber. Auðvitað er það þannig að við höfum verið í samráði við skólana að hjálpa þeim með hvernig eigi að líta á þetta, hvernig eigi að gera þetta í skólunum. Bæði reyna að tryggja sig fyrir smiti og að það breiðist ekki of mikið út og eins og reyna að hafa þetta ekki of íþyngjandi þannig að of margir fari í sóttkví. Við erum því að reyna að sigla milli skers og báru í því eins og svo mörgu öðru,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira