Norðmaðurinn ungi setti Evrópu- og Ólympíumet er hann hlaut gull Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 12:30 Ingebrigtsen var magnaður í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hinn tvítugi Jakob Ingebrigtsen hlaut í dag gull í 1500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var aðeins tveimur sekúndum frá heimsmeti en bætti bæði Evrópu- og Ólympíumet með frábæru hlaupi. Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01
Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01
Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00