Unnu Ólympíugullið í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Dawid Tomala kemur fyrstur í mark sem líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 km göngu á Ólympíuleikum. AP/Eugene Hoshiko Pólverjinn Dawid Tomala er líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 kílómetra göngu á Ólympíuleikum en hann vann hana á leikunum í Tókýó í nótt. Antonella Palmisano frá Ítalíu vann 20 kílómetra göngu kvenna. Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira