Veður

Hlýindi á landinu næstu daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við miklum hlýindum víðast hvar á landinu næstu daga. 
Búast má við miklum hlýindum víðast hvar á landinu næstu daga.  Vísir/Vilhelm

Næstu daga má búast við að litlar breytingar verði á veðri. Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningum víða næstu daga, þó minna í kvöld og annað kvöld.

Þokubakkar verða víða við strendur einkum að næturlagi en hlýtt í veðri og líklega mun hlýna enn frekar eftir helgi. Samkvæmt veðurspá á vef Veðurstofunnar má búast við litlum breytingum næstu daga en þó mun þykkna upp á vestanverðu landinu og rigna á sunnudagskvöld.

Það mun svo halda áfram í byrjun næstu viku en hiti mun vera á milli níu til tuttugu stig næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×