Lífið

Tan France býður frum­burðinn vel­kominn í heiminn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tan og Rob France buðu soninn Ismail velkominn í heiminn fyrir þremur vikum síðan.
Tan og Rob France buðu soninn Ismail velkominn í heiminn fyrir þremur vikum síðan.

Sjónvarpsmaðurinn og stílistinn Tan France og eiginmaður hans Rob France eignuðust son á dögunum en fengu loks að taka drenginn heim eftir þrjár vikur á vökudeild.

Þetta skrifar Tan við Instagram-færslu þar sem sjá má þau hjónin halda á drengnum. Drengurinn, sem hefur fengið nafnið Ismail France, fæddist þann 10. júlí síðastliðinn sjö vikum fyrir tímann og hefur verið á vökudeild þar til nú.

„Staðgöngumóðirin okkar hefur það mjög gott eftir fæðinguna og við gætum ekki verið þakklátari fyrir bestu gjöf lífs okkar,“ skrifar Tan við færsluna.

Hjónin voru staddir á Íslandi í byrjun júlímánaðar og virðist drengurinn hafa fæðst á meðan eða rétt áður en drengurinn fæddist.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.