Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 19:13 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. „Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“ Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
„Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“
Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira