Fréttir

Lét greipar sópa í apó­teki

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þrívegis kölluð til vegna þjófnaðs í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þrívegis kölluð til vegna þjófnaðs í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til vegna innbrots í apóteki í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Viðkomandi hafði brotið sér leið inn í apótekið með því að spenna upp hurð og látið þar greipar sópa. Meðal þess sem innbrotsþjófurinn hafði á brott með sér voru lyf og reiðufé. Málið er í rannsókn lögreglu.

Fyrr um kvöldið hafði verið tilkynnt um þjófnað þar sem viðkomandi hafði stolið Suzuki utanborðsmótor af bát sem stóð við siglingaklúbb.

Þá hafði einnig verið tilkynnt um þjófnað í fataverslun í miðbænum í gær. Um er að ræða góðkunningja lögreglu. Afskipti voru höfð af aðilanum skömmu síðar. Vörurnar fundust þó ekki, en lagt var hald á smáræði af fíkniefnum.

Tilkynnt var um skemmdir á bifreið í Hlíðarhverfi, þar sem afturrúða bifreiðar hafði verið brotin. Talið er að skemmdarvargurinn hafi skotið rúðuna með loftbyssu.

Þá stóð bifreið í ljósum logum á Suðurlandsvegi í gær. Eldurinn átti upptök sín í vélabúnaði bifreiðarinnar. Slökkvilið var kallað á vettvang og var bifreiðin fjarlægð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×