Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 09:30 Guðni Valur Guðnason kælir sig niður í hitanum í Tókýó. FRÍ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags. Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira