Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 3,7 í Bárðar­bungu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sex skjálftar hafa riðið yfir við Bárðarbungu í kvöld.
Sex skjálftar hafa riðið yfir við Bárðarbungu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld.

Fyrst var skjálftinn skráður að stærð 5,2 en að sögn jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands var strax ljóst að það stemmdi ekki og þurfti því að fara yfir tölurnar. Lokatalan er 3,7 en þetta var uppfært rétt fyrir klukkan ellefu. 

Þetta er sjötti jarðskjálftinn sem varð við Bárðarbungu í kvöld en hinir fimm riðu yfir rétt eftir klukkan sjö í kvöld.

Þessi sem varð fyrir stuttu, klukkan 22:12, var sá stærsti en sá næststærsti var af stærðinni 3,3 og reið yfir klukkan 19:02. Þar á eftir komu skjálftar að stærð 1,6, 1,5, 1,2, og 2,2. Langflestir áttu þeir upptök sín austur eða suðaustur af Bárðarbungu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.