Witcher-leikarar komnir til landsins Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 14:32 Þættirnir erru á vegum Netflix. Getty Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós. Helstu leikarar þáttanna eru þau Michelle Yeoh, Laurence O‘Fuarain og Sophia Brown. Bæði O‘Fuarain og Brown eru komin til Íslands, miðað við færslur þeirra í Story á Instagram. Samkvæmt Redanian Intelligence, sem er vefur sem fjallar sérstaklega um sjónvarpsþættina í söguheimi Witcher, eiga tökurnar að hefjast í byrjun ágúst. Leikararnir hafa sagt frá því að þau séu á Íslandi á Instagram. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerast Witcher-bækurnar í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli. Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman. Fyrr í þessum mánuði var auglýst eftir aukaleikurum fyrir verkefni tengt Netflix á Facebooksíðu íbúa Hellu. Þá kom fram að tökur aukaleikara færu fram 5. til 7. ágúst. Áhugasamir netverjar hafa talið um nokkuð skeið að þættirnir yrðu að hluta til teknir upp á Íslandi. Það var eftir að Declan de Barra, höfundur þáttanna, og leikstjórarnir Sarah O'Gorman og Vicky Jewson birtu fjölmargar myndir af Íslandi á Instagram fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by Declan de Barra (@declandebarra) View this post on Instagram A post shared by Sarah O'Gorman (@sarahogormanuk) View this post on Instagram A post shared by Vicky Jewson (@vicjewson) Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03 Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Helstu leikarar þáttanna eru þau Michelle Yeoh, Laurence O‘Fuarain og Sophia Brown. Bæði O‘Fuarain og Brown eru komin til Íslands, miðað við færslur þeirra í Story á Instagram. Samkvæmt Redanian Intelligence, sem er vefur sem fjallar sérstaklega um sjónvarpsþættina í söguheimi Witcher, eiga tökurnar að hefjast í byrjun ágúst. Leikararnir hafa sagt frá því að þau séu á Íslandi á Instagram. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerast Witcher-bækurnar í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli. Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman. Fyrr í þessum mánuði var auglýst eftir aukaleikurum fyrir verkefni tengt Netflix á Facebooksíðu íbúa Hellu. Þá kom fram að tökur aukaleikara færu fram 5. til 7. ágúst. Áhugasamir netverjar hafa talið um nokkuð skeið að þættirnir yrðu að hluta til teknir upp á Íslandi. Það var eftir að Declan de Barra, höfundur þáttanna, og leikstjórarnir Sarah O'Gorman og Vicky Jewson birtu fjölmargar myndir af Íslandi á Instagram fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by Declan de Barra (@declandebarra) View this post on Instagram A post shared by Sarah O'Gorman (@sarahogormanuk) View this post on Instagram A post shared by Vicky Jewson (@vicjewson)
Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03 Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01
Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59
Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57
Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03
Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30